Vistgarðar.is er þróunarverkefni í landi Geldingaár og Gandheima í Hvalfjarðarstrandarhreppi og hefur verið í vinnslu í 2 ár.
Jörðin Geldingaá er talin vera um 1600 hektarar að stærð og er mjög fjölbreytt landfræðilega, miklir melar og sléttlendi, vaxin birkikjarri að hluta til fjalla og býður upp á ýmsa áhugaverða möguleika sakir stærðar sinnar, legu og spennandi tenginga við innviði.
Áform eru um uppbygginu á sjálfbæru hringrásarhagkerfi með breyttri landnýtingu. Að hluta í lóðir til grænnar framleiðslu, til ýmisskonar ræktunar í jafnvel Hydroponic eða Airoponics umhverfi fyrir lyfjaiðnaðinn, stoðgreina fiskeldis í seiðaframleiðslu ásamt annarri svipaðri starfsemi, nýta heitt og kalt vatn til vinnslu og hitunar húsa á svæðinu ásamt því að skoða með mögulega raforkuframleiðslu, en landið virðist henta afar vel til þeirrar framleiðslu samkvæmt fyrstu athugunum.
Svæðið er einnig einstaklega hentugt fyrir uppbyggingu gagnavera eða gagnageymsla vegna hagstæðrar staðsetningar og veðurfars. Þessir þættir skapa kjöraðstæður fyrir rekstur gagnavera, sem njóta góðs af náttúrulegum kæliaðstæðum og stöðugum aðgangi að endurnýjanlegri orku, sem dregur úr rekstrarkostnaði og eykur áreiðanleika.
Áætlanir eru um efnisvinnslu á jörðinni og nú þegar farið fram ítarlegar rannsóknir á þeim efnum sem benda til að þau sé að finna í miklum gæðum og magni.
Áætlanir ganga út á að svæðið í sinni endanlegu mynd verði alfarið sjálfbært hvað varðar vatn og rafmagn og að allt efni sem til fellur við framkvæmdir verði nýtt að fullu og að á svæðinu verði hægt að skapa fjölda nýrra starfa og draga ný vistvæn fyrirtæki á staðinn með algerri lágmörkun umhverfisáhrifa og aukinni hagsæld.
Svæðið er utan áhrifasvæðis jarðskjálfta og eldsumbrota.
Unnið er að matsáætlun verkefnisins sem er komið á seinni stig og er verkefnið að fara í kynningu og umsagnarferli hjá sveitarfélaginu á haustmánuðum.
Fyrirvari:
Vinsamlegast athugið að verkefnið er enn í þróun og er háð samþykktum sem eru í ferli. Allar upplýsingar um atvinnulóðirnar, innviði og aðgengi eru háðar endanlegum ákvörðunum og staðfestingum viðeigandi yfirvalda. Við munum veita uppfærðar upplýsingar um leið og nýjar samþykktir liggja fyrir og tryggja að allar áætlanir séu í samræmi við gildandi lög og reglur. Takk fyrir skilninginn og áhugann á okkar spennandi verkefni.
- Sjálbærar athafnalóðir
- Hringrásarhagkerfi
- Staðsetningin
- Grundartangahöfn
- Heitt vatn
- Kalt vatn
- Rafmagnsframeiðsla
- Jarðefnanáma
- Kolefnisjöfnun í hringrásarhagkerfi
Atvinnulóðir
Við kynnum með stolti möguleikann á nýjum atvinnulóðum sem bjóða upp á fullkomna blöndu af gæða jarðefnum, heitu og köldu vatni, tækifærum á nútíma háþróaðri rafmagnsframleiðslu og miklum möguleikum til að vaxa og þróast. Lóðirnar eru leigulóðir og á þessum landsvæðum, sem eru frá 5.000m² til 10.000m², bjóðum við upp á allt sem þarf til að styðja við farsælan atvinnurekstur. Í fyrsta áfanga gætu orðið allt að 200.000m² af lóðum í boði.
Atvinnulóðir okkar hafa aðgang að miklu magni af hágæða jarðefni sem hefur verið staðfest af viðurkenndum aðilum og er fullkomið fyrir mannvirkja- og vegagerðarframkvæmdir. Með þessum efnum tryggjum við að uppbygging verði traust og endingargóð.
Svæðið býður einnig upp á mögulega sjálfbæra og áreiðanlega rafmagnsframleiðslu með lágstemmndum túrbínum og sólarsellum. Þetta tryggir umhverfisvæna orkuvalkosti, sem draga úr kolefnisspori og rekstrarkostnaði.
Auk þess hafa atvinnulóðirnar aðgang að heitu og köldu vatni, sem eykur möguleika til fjölbreyttrar starfsemi og þæginda. Með frábæru hafnarsvæði í Grundartangahöfn eru möguleikarnir á vöruflutningum og útflutningi enn meiri, sem styrkir tengsl við innlenda og erlenda markaði.
Þessar atvinnulóðir eru fullkominn vettvangur fyrir fyrirtæki sem leita eftir háum gæðastöðlum og sjálfbærni. Með einstakri staðsetningu, öflugum innviðum og umhverfisvænum orkulausnum, bjóðum við fyrirtækjum tækifæri til að vaxa og blómstra í grænu og stuðningsríku umhverfi.
Svæðið er utan áhrifasvæðis jarskjálfta og eldsumbrota.
Komdu og kynnstu okkar nýju atvinnulóðum – þar sem framtíðin byggist á traustum jarðvegi, endurnýjanlegri orku og fullkomnum aðgangi að vatni og hafnaraðstöðu!
Starfsmannaaðstaða
Á meðan á uppbyggingu stendur er möguleiki á að reisa íbúðir fyrir starfsmenn eða vinnubúðir.

Kolefnisfrítt hringrásarhagkerfi
Hagkerfi þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi með áherslum sem tryggja að hægt sé að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er. Markmiðið er að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins er nokkuð margþætt og nær einnig til þess að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Helstu aðgerðir sem tryggja að auðlindum sé haldið í hagkerfinu eru að deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna.

Hvalfjarðarstrandarhreppur
Hvalfjarðarstrandarhreppur er sannkölluð paradís fyrir fjölskyldur og náttúruunnendur. Hér sameinast einstök náttúrufegurð og sterkt samfélag þar sem gæði lífsins eru í fyrirrúmi.
Skólastarf í Hvalfjarðarstrandarhreppi er í hæsta gæðaflokki. Grunnskólinn okkar er vel búinn og býður upp á framsækið nám þar sem hver nemandi fær einstaklingsmiðaða athygli. Leikskólarnir okkar eru hlýlegir og þægilegir, þar sem börn fá að þroskast og læra í öruggu umhverfi undir leiðsögn hæfra kennara.
Náttúran í Hvalfjarðarstrandarhreppi er stórkostleg. Með fallegum fjörum, skóglendi og fjöllum sem umlykja svæðið, er hreppurinn sannkölluð vin fyrir útivistarfólk. Gönguleiðir, sjósund og fuglaskoðun eru aðeins brot af því sem hægt er að njóta í þessari einstöku náttúruperlu.
Búseta í Hvalfjarðarstrandarhreppi sameinar kosti sveitarlífsins með nálægð við þjónustu og atvinnulíf. Íbúar njóta friðsældar og samkenndar í litlum samfélögum þar sem hver og einn þekkir náungann. Hvort sem þú vilt rækta þína eigin matjurtagarða eða einfaldlega njóta kyrrðarinnar, þá er Hvalfjarðarstrandarhreppur staðurinn fyrir þig.
Hvalfjarðarstrandarhreppur er einstakt samfélag sem býður upp á framúrskarandi lífsgæði fyrir alla fjölskylduna. Komdu og upplifðu hvernig er að búa í sátt við náttúruna á einum af fallegustu stöðum Íslands.
Akranes
Akranes, staðsett aðeins um 30 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, er í miklum vexti og býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir fasteignafjárfestingar. Svæðið hefur á síðustu árum séð umfangsmikla uppbyggingu sem hefur leitt til mikillar hækkunar fasteignaverðs. Þessi vöxtur endurspeglar sterka eftirspurn og þróttmikið samfélag sem er í stöðugri framþróun.

Hafnarsvæði
Grundartangahöfn hefur marga kosti fyrir aukna flutninga. Sterkir innviðir hafnarinnar eru mikilvægir fyrir inn- og útflutning á vörum sjóleiðis. Staðsetning hafnarinnar er hagkvæm þar sem vörur fara stuttar leiðir til neytenda.
Grundartangi hefur alla þá kosti sem öflug flutningahöfn þarf, þ.e. nálægð við meginmarkaðssvæði, landrými fyrir farmsvæði, sterka rafmagnsinnviði og góða vegtengingu við höfuðborgarsvæðið.
Í dag eru yfir 300 skipakomur til Grundartanga árlega og höfnin getur tekið á móti djúpristu skipum. Um höfnina fara yfir tvær milljónir tonna af hráefni og framleiðslu. Hafnarbakkar eru 850 metrar og hægt er að lengja þá um 700 metra til viðbótar. Dýpið er nægilegt fyrir djúpristu skip. Þessir kostir gera Grundartanga að framúrskarandi kosti fyrir flutningahöfn.

Heitt vatn
Kostir þess að hafa náttúrulegt heitt vatn undir atvinnustarfsemi eru fjölbreyttir og hafa bæði umhverfislegan og efnahagslegan ávinning. Fyrir atvinnurekendur getur aðgangur að náttúrulegu heitu vatni dregið úr kostnaði við vatnsframleiðslu og orkunotkun, auk þess að bæta vörugæði og þjónustu.
Heitt vatn er sérstaklega verðmætt fyrir iðnaðinn vegna þeirra margþættu notkunarmöguleika sem það býður upp á. Í orkuframleiðslu er heitt vatn nýtt í jarðvarmavirkjunum, sem eru umhverfisvæn og sjálfbær leið til raforkuframleiðslu. Slík nýting minnkar losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlar að minni notkun jarðefnaeldsneytis. Einnig getur heitt vatn verið lykilatriði í upphitun bygginga og framleiðsluferlum, sem stuðlar að orkusparnaði og lægri rekstrarkostnaði.
Til stendur að bora aðra holu við hliðina á heitustu lághitaholu landsins, þar sem þetta svæði lofar gríðarlega góðu eftir úttektir á vegum Jarðfræðiþjónustunnar.

Kalt vatn
Kalt vatn er ekki síður mikilvægt fyrir atvinnustarfsemi, sérstaklega í, búgreinum matvælaframleiðslu og drykkjarvöruiðnaði. Náttúrulegt kalt vatn, sem er oft hreinna og með betri eiginleika en vinnsluvatn, getur bætt gæði afurða og aukið samkeppnishæfni framleiðenda. Það er einnig mikilvægt fyrir landbúnað, þar sem það stuðlar að betri vexti og uppskeru, sem leiðir til aukinnar framleiðni og hagnaðar.
Nú þegar hafa verið boraðar nokkrar tilraunaholur eftir köldu vatni á svæðinu og nokkuð mikið magn af mjög góðu vatni fundist.
Rannsóknir hjá bæði MATÍS og ALS Global hafa sýnt að vatnið er mjög hreint og innihaldsríkt af steinefnum og með ph gildi 8,8.
Það hentar því vel í Vatnsræktun eða Hydroponic sem og Airoponic ræktun á hinum ýmsu íðanaðrvörum.
Á heildina litið, stuðlar náttúrulegur aðgangur að köldu vatni undir atvinnustarfsemi að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, dregur úr umhverfisáhrifum, bætir gæði vöru og þjónustu, og skapar efnahagslegan ávinning fyrir samfélög og fyrirtæki.

Sjálfbær orka
Landsvæðið hentar einstaklega vel til rafmagnsframleiðslu með lágstemmndum túrbínum og sólarsellum. Með þessum umhverfisvænu og nýstárlegu lausnum getum við tryggt áreiðanlega og sjálfbæra orku fyrir fjölbreyttan atvinnurekstur. Lágstemmdar túrbínur okkar nýta vindinn á skilvirkan hátt án þess að trufla umhverfið, á meðan sólarsellurnar fanga sólarorku allan daginn og tryggja stöðuga rafmagnsframleiðslu.
Þessi tækni gerir okkur kleift að bjóða fyrirtækjum endurnýjanlega og hagkvæma orkuvalkosti sem stuðla að minni kolefnisspori og lægri rekstrarkostnaði. Komdu og kynntu þér hvernig okkar lausnir geta styrkt þinn atvinnurekstur með grænni og áreiðanlegri orku.


Námusvæði
Jarðefnanáman okkar er einstök uppspretta af hágæðaefni fyrir mannvirkja- og vegagerðarframkvæmdir. Um er að ræða gæðaefni sem staðfest hefur verið með rannsóknum hjá viðurkenndum aðilum. Getum við því tryggt að efnið okkar uppfyllir ströngustu staðla og kröfur iðnaðarins.
Við leggjum metnað í að bjóða upp á jarðefni sem er fullkomið fyrir fjölbreyttar framkvæmdir, hvort sem það er til notkunar í vegagerð, byggingarframkvæmdir eða önnur mannvirkjaverkefni. Við bjóðum upp á afburðagott efni sem stuðlar að traustum og endingargóðum mannvirkjum. Komdu og kynntu þér gæðin og með stöðugri framleiðslu, erum við reiðubúin að mæta öllum þínum þörfum og kröfum.

Kolefnisjöfnun

Lágstemmdar vindtúrbínur
Útreikningar sýna að á svæðinu sé hægt að framleiða nægt rafmagn til þess að knýja atvinnustarfsemi upp að 8-12 Mw en einnig er hægt að nýta aðrar leiðir sem svæðið býður upp til auka orkuframleiðslu ef þörf er á.
Heitt og kalt vatn
Búið er að bora og finna nægt vatn á svæðinu og því lóðirnar algjörlega sjálbærar þegar kemur að vatnsþörf. Hægt er að nýta svæði sem ræktunarlönd, verksmiðjur undir hverskyns starfsemi t.d. fyrir framleiðslu á grænmeti og öðrum lífrænum vörum, innflutning og útflutning og margt fleira.
Jarðvegsnáma
Náma er á svæðinu sem nýtist fyrir alla uppbyggingu á svæðinu en einnig sem auðlind á svæðinu sem hægt er að selja úr fyrir vegagerð og alla almenna notkun sem þurfa þétt og gott efni í ýmiskonar uppbyggingu.
Hafnarsvæði
Ásamt því að vera stutt frá öllum helstu samgönguleiðum og stutt frá höfuðborgarsvæðinu eru lóðirnar og svæðið aðeins 8 mínútur frá Grundartangahöfn og 15 mínútur frá Akraneshöfn. Lóðirnar henta því einstaklega vel þeim fyrirtækjum sem reglulega taka á móti vörum eða senda frá sér.
Frábærar aðstæður til atvinnustarfsemi
Þessar lóðir eru með aðgang að vatni og rafmagni, sem gerir það að verkum að þær eru tilbúnar til að hýsa margs konar atvinnustarfsemi, hvort sem það er iðnaður, ræktun, eða önnur framleiðsla. Jarðvegurinn er næringarríkur og hentugur fyrir landbúnað og aðra jarðrækt, sem skapar möguleika fyrir sjálfbæra framleiðslu og rekstur.
Náttúrufegurð og friðsæld
Staðsetningin býður upp á einstaka samsetningu af náttúrufegurð og nálægð við þjónustu og samgöngur. Lóðirnar eru umkringdar gróskumiklum gróðri og víðáttumiklu útsýni, sem veitir friðsælt og heilnæmt vinnuumhverfi. Þú getur starfað í nánu sambandi við náttúruna og skapað sjálfbært rekstrarumhverfi í sátt við umhverfið.
Frábærar tengingar og tækifæri
Nálægðin við Akranes og auðveldur aðgangur að helstu samgönguleiðum á landi og sjó, auðveldar flutninga og samskipti við viðskiptavini og birgja, bæði innanlands sem erlendis. Þessi staðsetning er kjörin fyrir fyrirtæki sem leita að stöðugleika, góðu aðgengi og möguleikum á vexti og þróun.
Stuðningur og ráðgjöf
Við bjóðum persónulega ráðgjöf og stuðning til allra kaupenda í gegnum kaupferlið, til að tryggja að allar þínar þarfir séu uppfylltar. Markmið okkar er að veita þér bestu mögulegu upplifunina og hjálpa þér að nýta þessa einstöku lóðir til fulls.
Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara!
Hafðu samband við okkur í dag til að fá frekari upplýsingar og bóka skoðunarferð. Þetta er tækifærið til að skapa sjálfbært atvinnurekstrarumhverfi í nálægð við náttúruna og þægindin í Akranesi. Byggðu framtíðina með okkur á þessum einstöku lóðum rétt utan við Akranes.
Hafir þú áhuga á að skoða eignir, gera tilboð eða fá nánari upplýsingar hafðu þá samband við okkur.
Staðsetning
Nálægðin við Akranes og auðveldur aðgangur að helstu samgönguleiðum á landi og sjó, auðveldar flutninga og samskipti við viðskiptavini og birgja, bæði innanlands sem erlendis. Þessi staðsetning er kjörin fyrir fyrirtæki sem leita að stöðugleika, góðu aðgengi og möguleikum á vexti og þróun











